Kennsla í endurlífgun hjá 6. bekk

Frá kennslunni í dag.
Frá kennslunni í dag.

Í dag fengu nemendur í 6. bekk kennslu frá skólahjúkrunarfræðingi í endurlífgun. Fræðslan fjallaði um mikilvægi þess að temja sér rétt viðbrögð við hjartastoppi en þau felast m.a. í því að kanna áreiti, hringja á hjálp, opna öndunarveg og athuga með öndun og loks hjartahnoð. Farið var í hvern lið og endað á verklegri æfingu þar sem nemendur fengu að æfa sig á þar til gerðum æfingadúkkum.

Foreldrar eru hvattir til að spyrja börnin sín út í fræðsluna og biðja þau að kenna sér réttu handtökin. Þannig fá þeir vonandi góða upprifjun og þekkingin festist enn betur í minni barnanna. Með þessu móti getum við margfaldað áhrif kennslunnar. Eins minnum við á skyndihjálparapp Rauða krossins og vefinn www.skyndihjálp.is. Þar er m.a. hægt að taka 2ja klst. ókeypis vefnámskeið í skyndihjálp sem við mælum eindregið með að allir gefi sér tíma til þess að taka, sem og auðvitað að fara reglulega á námskeið til þess að læra eða halda við verklegri þjálfun.