Kvennaverkfall 2023

Þriðjudaginn 24. október hafa á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blásið til heils dags kvennaverkfalls. Konur og kvár sem geta munu þá leggja niður störf. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun en þó í samráði við sína stjórnendur. Konur í Njarðvíkurskóla og Ösp sérdeild sem eru kennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar hafa tilkynnt okkur stjórnendum skólans að það ætli að leggja niður störf þennan dag. Við gerum einnig ráð fyrir að einhverjir karlmenn sem eiga ung börn verði frá vinnu þennan dag vegna lokunar á leikskólum. Skólastarf og frístundastarf í Njarðvíkurskóla og Ösp sérdeild fellur því niður þriðjudaginn 24. október þar sem við getum ekki sinnt kennslu né gæslu þann dag.

On Tuesday, October 24, forty organizations of women, gay people and workers have called for a whole day of women's strike. Women in Njarðvíkurskóli and Ösp who work as teachers and support staff have informed the school's management that they are going to stop working that day. We also expect some men with young children to be off work that day due to the closure of preschools. School and the afterschool program, Frístund at Njarðvíkurskóli and Ösp will therefore be closed.