Landinn á RÚV í Njarðvíkurskóla (myndband)

Landinn á RÚV í Njarðvíkurskóla
Landinn á RÚV í Njarðvíkurskóla

Föstudaginn 20. janúar var síðasti dagur Læsisviku skólans. Þema vikunnar var Þorrinn og voru fjölbreytt verkefni unnin þar sem áherslur voru á að efla enn frekar ánægju af lestri. Eitt að verkefnum vikunnar var að allir nemendur skólans lærðu lagið Þorraþræl (Nú er frost á fróni). 20. janúar var einstök samverustund í skólanum þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans mynduðu keðju um allan skólann með því að taka höndum saman og syngja lagið.

Þáttastjórnendur Landans og myndatökumaður komu í heimsókn til okkar og tóku viðburðinn upp. Einnig tóku þeir upp árlegt þorrakappát hjá unglingastigi, tóku viðtöl við nokkra nemendur skólans og heimsóttu nokkar kennslustofur o.fl.

Þátturinn Landinn var sýndur á RÚV sunnudagskvöldið 29. Janúar.

Smelltu hérna til að horfa á þáttinn.