Landinn frá RÚV heimsótti Njarðvíkurskóla

Dagur í lífi landans
Dagur í lífi landans
Í morgun heimsótti Edda Sif Pálsdóttir frá Landanum á RÚV íþróttatíma í Njarðvíkurskóla. Sólarhringsútsending Landans stendur nú yfir en Edda Sif Pálsdóttir er ein af fimm umsjónarmönnum sem eru á mikilli þeysireið um allt landið. Útsendingin er í tilefni af 300. þætti Landans á RÚV.

Edda heimsótti 9. bekk kl. 8.15 í morgun þar sem hún fylgist með nemendum í bandý og auk þess spjallaði hún við Einar Árna íþróttakennara. Einnig spjallaði hún við Emelíönu Líf Ólafsdóttur, Lovísu Bylgju Sverrisdóttur, Mikael Frey Hilmarsson og Ólaf Hrafn Einarsson nemendur í 9.EÁJ.
 
Edda Sif þakkaði sértaklega fyrir góðar móttökur en vöfflur með rjóma tóku á móti teyminu frá RÚV í íþróttahúsinu.

Þegar Edda spurði Lovísu Bylgju hvernig það væri í fullri alvöru að mæta í fyrsta tíma í leikfimi á mánudagsmorgni þá var svarið ekki flókið: 

Mér finnst það bara geggjað, það er skemmtilegast í íþróttum af öllum fögunum í skólanum - gott að byrja mánudaginn á íþróttum!