Lestrarátak Ævars vísindamanns er hafið

Kæru foreldrar/forráðamenn

Fimmta og síðasta lestrarátak Ævars vísindamanns er hafið og lýkur 1. mars. Allir nemendur í 1-10. bekk geta tekið þátt í lestrarátakinu. Nýbreytni er að foreldrar/forráðamenn geta einnig tekið þátt og sent inn lestrarmiða fyrir þær bækur sem þeir lesa. Fimm börn og eitt foreldri verða dregin úr lestrarmiðapottinum ásamt þeim skóla sem les hlutfallslega mest í átakinu og verða þau öll sett í síðustu bókina, Bernskubrek Ævars vísindamanns sem kemur út næsta vor en næsta bók verður æsispennandi risaeðlu-, vélmenna-, geimveru-, ofurhetjubók!

Læsi skiptir sköpum og er lykill að lífsgæðum okkar til framtíðar. Í ár geta foreldrar/forráðamenn líka tekið þátt, sem er frábær nýbreytni, þar sem þeir eru bestu fyrirmyndirnar.

Lestrarátak Ævars vísindamanns er góð hvatning til okkar að vera dugleg að lesa og við hvetjum ykkur að taka þátt.

Hér fyrir neðan eru lestrarmiðar fyrir nemendur og foreldra og reglur átaksins einnig má finna upplýsingar um fyrirkomulag átaksins og lestrarmiða á heimasíðu Ævars, www.visindamadur.com

Bæði nemendur og foreldrar geta skilað lestrarmiðunum á bókasafn skólans.

Reglur
Lestrarmiði - foreldri
Lestrarmiði - nemandi