List fyrir alla - Leikhópurinn Lotta

Leikhópurinn Lotta
Leikhópurinn Lotta

Leikhópurinn Lotta hitti nemendur í 1.-4. bekk 15. september og bauð þeim upp á sýninguna Pínulitla gula hænan. Um er að ræða skemmtileg atriði unnin upp úr Litlu gulu hænunni sem Leikhópurinn Lotta sýndi árið 2015. Leiksýningin er með fallegum boðskap, frábærum húmor að hætti Lottu og góðum lögum. Leiksýningin var sýnd utandyra í blíðskaparveðri við mikla ánægju nemenda.