Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Kristjana Ása og Þorgerður Tinna með Júlíu Scheving umsjónarkennara
Kristjana Ása og Þorgerður Tinna með Júlíu Scheving umsjónarkennara

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Bergi í Hljómahöll þann 3. mars. Þar komu saman keppendur úr 7. bekk frá öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og kepptu fyrir hönd síns skóla.
Fyrir hönd Njarðvíkurskóla tóku þátt þær Kristjana Ása Lárusdóttir og Þorgerður Tinna Kristinsdóttir en varamenn þeirra voru Logi Örn Logason og Freydís Ósk Sæmundsdóttir. Fulltrúar Njarðvíkurskóla stóðu sig frábærlega og sýndu hversu mikið þau hafa lagt sig fram síðust vikur og mánuði undir handleiðslu íslenskukennara í Njarðvíkurskóla.
Kristjana Ása og Þorgerður Tinna fluttu bókmenntartextann og ljóðin af miklu öryggi og framkoma þeirra var virðuleg og til fyrirmyndar.
Sigurvegari keppninnar í ár var Rakel Elísa úr Holtaskóla og Í öðru sæti var Freyja Marý, einnig úr Holtaskóla. Í þriðja sæti var einnig sá sem var í 2. sæti. Í þriðja sæti var Hrund sem var annar fulltrúi Myllubakkaskóla.