Matreiðslukeppni hjá 10.HH

Matreiðslukeppni fór fram í vikunni hjá 10.HH sem umbun í tengslum við PBS.
Nemendur komu sjálfir með hráefni að heiman. Meðal þess sem borið var fram voru hamborgarar, eðla með snakki, kjúklingur, nautasteik með kartöflum og heimalagaðri bernaise sósu og svo síðast en alls ekki síst ljúffengur eftirréttur í glösum sem innihélt brúnköku, ís, ávexti og karmellusósu. Eftirrétturinn hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni.