Námskeið fyrir foreldra/forráðamenn

Fjölskyldusetur Reykjanesbæjar
Fjölskyldusetur Reykjanesbæjar

Skólaþjónusta Reykjanesbæjar býður uppá ýmis fræðslu- og meðferðarnámskeið sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðin að ólíkum aldri og þörfum barnanna. Námskeiðin byggja á vel rannsökuðum aðferðum og allir leiðbeinendur hafa viðurkennda og löggilda fagmenntun. Hægt er að sjá hvaða námkeið eru í boði á heimasíðu Reykjanesbæjar. Sérstök athygli er vakin á námskeiðinu "Uppeldi barna með ADHD"

Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna og styðja þá í að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með ADHD. Foreldrar skoða núverandi stöðu, gera áætlanir og framfylgja þeim til að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem algengt er að upp komi. Markmiðið er að foreldrar læri hagnýtar og sannreyndar aðferðir sem nýtast þeim til lengri tíma.
Foreldrar barna sem hafa hamlandi einkenni ofvirkni og/eða athyglisbrest (ADHD) samkvæmt formlegri skimun eða fullnaðargreiningu geta sótt námskeiðið. Efni námskeiðsins hentar best fyrir foreldra barna á aldrinum 5 - 12 ára, sem ekki hafa margar eða flóknar fylgiraskanir.

Næsta námskeið verður kennt á tímabilinu 8. október - 19. nóvember 2019.

Fyrirkomulag:
Kennt verður í Fjölskyldusetrinu í Reykjanesbæ, Skólavegi 1. Námskeiðið er alls sex skipti, tvær klukkustundir í senn. Kennt verður á þriðjudögum sem hér segir:
- 8. október kl 17.00 - 19.00
- 15. október kl 17.00 - 19.00
- 22. október kl 17.00 - 19.00
- 29. október kl 17.00 - 19.00
- 5. nóvember kl 17.00 - 19.00
- 19. nóvember kl 17.00 - 19.00
Leiðbeinendur eru Hulda María Einarsdóttir og Lára Björg Grétarsdóttir sálfræðingar.

Skráning og námskeiðsgjald
Skráningin er rafræn á Mitt Reykjanes (www.mittreykjanes.is). Námskeiðið er niðurgreitt að stærstum hluta af skólaþjónustu. Námskeiðskostnaður fyrir par er 10.000 krónur en 8.000 krónur fyrir einstakling. Greiðsla fyrir námskeið þarf að berast viku fyrir upphaf námskeiðs. Hægt er að greiða með því að millifæra á reikning nr. 121-26-1 kt. 470794-2169, með skýringunni: Uppeldi barna með ADHD. Kvittun greiðslu skal senda á netfangið einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is.
Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Hulda María í síma 421-6700 og í tölvupósti hulda.m.einarsdottir@reykjanesbaer.is