Nemendur fóru í skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði

Skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði
Skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði

Nemendur í 7. bekk fóru í skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði dagana 17.-21. október. Það var fallegt að koma í Hrútafjörðinn og sólin tók á móti nemendum og starfsmönnum komið var út úr rútunni í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. Ferðin tókst vel í alla staði. Dagskráin var fjölbreytt og vel skipulögð. Nemendur voru duglegir að taka þátt og fengu stúlkurnar sérstakt hrós fyrir góða þátttöku í búðunum. Í frjálsa tímanum var nóg um að vera, allt frá gagaball til náttúrulaugar þar sem einhverjir skelltu sér í sjóbað í fallegu veðri. Nemendur fengu að smakka hákarl á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna og féll það í misgóðan jarðveg. Sundlaugapartý, kvöldvökur og tískusýning vöktu mikla lukku og skemmtu sér allir konunglega. Allir lögðust þreyttir á koddann og var komin ró vel fyrir miðnætti alla dagana. Myndir sem fylgja lýsa skemmtilegri viku.