Nemendur í 6. bekk krufðu svín

Frá krufningu í 6. bekk
Frá krufningu í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk hafa í vetur verið í námsefni tengdu mannslíkamanum. Nemendur fengu að spreyta sig sig á verklegum æfingum þegar þau krufu ýmis líffæri úr svínum.

Ástæðan fryr því að lífverur og líffæri eru skoðuð í kennslu er til að gera nemendum kleift að tengja saman það sem þau lesa, við raunveruleikann. Skoðuð voru líffæri úr svíni vegna þess hversu lík þau eru líffærum mannsins. Nemendur voru almennt ánægðir með tímann og tóku virkan þátt.