Njarðvíkurskóli tók þátt í matarrannsókn á vegum Umhverfisstofnunar

Njarðvíkurskóli tók þátt í matarrannsókn á vegum Umhverfisstofnunar. Fyrirtæki og stofnanir voru beðin um að vigta matarúrgang í eina viku og flokka eftir því hvort um var að ræða matarúrgang sem er ónýtanlegur til manneldis (bein og sinar, hrat o.s.frv.) eða mat sem hefði mátt nýta til manneldis. Rannsóknin fór fram vikuna 14. til 18. október, í matartíma.

Umhverfisteymi Njarðvíkurskóla sá um að framfylgja rannsókninni og var ákveðið að hafa samkeppni milli árganga um matarsóun. Nemendur settu sinn matarúrgang í fötu merkta sínum árgangi sem var svo vigtaður. Niðurstöður tóku mið af fjölda nemenda í hverjum árgangi.

Samkeppnin var hörð en voru það nemendur út 6. bekk sem sigruðu þessa keppni með 20 grömm af úrgangi á hvern nemanda yfir þessa 5 daga sem er frábært! 10. bekkur var skammt undan með 26 grömm á hvern nemanda. Heildarúrgangur nemenda í Njarðvíkurskóla þessa viku var 43,65 kg eða um 100 grömm á nemanda.

Rannsóknin vakti mikla lukku meðal starfsfólks og nemenda Njarðvíkurskóla