Orka og tækni í Njarðvíkurskóla

Í Njarðvíkurskóla eru fjölbreyttir valáfangar fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Á þessu skólaári er nýtt val sem HS Veitur hf. bjóða nemendum að taka sem nefnist Orka og tækni. Í tímum kynnast nemendur starfsemi HS Veitna, læra um eðlis- og hugmyndafræði á bak við vatn og rafmagn auk þess að fara yfir öryggismál, nýsköpun og þróun hjá fyrirtækinu. Nokkrir nemendur frá Gerðaskóla í Suðurnesjabæ koma einnig inn í þessa tíma. Í lokin verður farið í vettvangsferð og stöðvar HS Veitna skoðaðar.

Mikil ánægja er hjá nemendum með þessa valgrein og samstarfið við HS veitur er til fyrirmyndar. Valgrein sem þessi sýnir mikilvægi þess að auka vægi verklegrar kennslu hjá nemendum.