Öskudagur

Öskudagurinn, sem er miðvikudaginn 14. febrúar, er skertur nemendadagur í skólanum. Nemendur mæta kl. 8:15 í skólann og skóladegi lýkur kl. 10:35. Nemendur mega mæta í búningum og boðið verður uppá skemmtilega stöðvavinnu og sprell sem og draugahús sem nemendur í 10. bekk sjá um. Nemendur þurfa að koma með nesti en ekki önnur skólagögn.

Frístund er opin frá 10:35 til kl. 16:00 fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.