Öskudagur 6. mars

Öskudagurinn 6. mars er skertur nemendadagur og eru nemendur í skólanum frá kl. 8:15-10:35. Frístundaskólinn er opinn frá 10:35 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.
 
Við hvetjum nemendur til að mæta í búningum þennan dag en öskudagskemmtun verður í skólanum frá kl. 8:15 þar sem ýmislegt skemmtilegt verður í boði fyrir nemendur. Nemendur í 1.-5. bekk verða að mestu í íþróttahúsinu en eldri nemendur inni í skólanum. 10. bekkurinn setur upp draugahús á 2. og 3. hæð skólans sem nýtur alltaf mikilla vinsælda og stendur öllum nemendum til boða að heimsækja það.
 
Bestu kveðjur,
stjórnendur Njarðvíkurskóla.