Öskudagur í Njarðvíkurskóla


Við vekjum athygli á því að öskudagur er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla sem og í öðrum grunnskólum í Reykjanesbæ. Á öskudaginn sem er miðvikudaginn 17. febrúar eru nemendur í skólanum frá 8:15-10:35 og eftir það lýkur skóla. Allir nemendur sem eru í mataráskrift fá samloku og eplasafa áður en þau fara heim. Frístundaheimilin í skóla og Ösp eru opin til kl. 16:15 fyrir þá nemendur sem eru skráðir.

Öskudagurinn er uppbrotsdagur þar sem nemendur í hverjum árgangi fyrir sig eru í skipulegri dagskrá. Nemendur eru hvattir til að mæta í búningum þennan dag. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatösku en gert er ráð fyrir að allir séu með nesti.