Páll Valur Björnsson kynnti Fisktækniskóla Íslands

Páll Valur Björnsson fyrrum kennari í Njarðvíkurskóla og núverandi kennari í Fisktækniskóla Íslands kynnti skólann fyrir nemendum í 10. bekk í Njarðvíkurskóla. Um er að ræða tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi.

Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára gunnnám sem byggt er upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Í starfsnámi er leitast við að bjóða nemendum upp á val um vinnustað /vetfang með hliðsjón af áhugasviði hvers og eins t.d sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi.

Meðan á námstímanum stendur eru heimsóknir í stofnarnir og fyrirtæki tengd sjávarútvegi mikilvægur þáttur. Farið er í tvær námsferðir erlendis í samvinnu við samstarfsskóla okkar í Danmörku og Portúgal.