Ragnheiður Alma tilnefnd til hvatningarverðlauna fræðsluráðs Reykjanesbæjar

Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir
Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar voru afhend 6. júní í Duus. Rúmlega 20 tilnefningar bárust og af þeim voru þrjú verkefni valin. Þar á meðal var Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir tilnefnd fyrir kennsluhætti í náttúrufræðikennslu í Njarðvíkurskóla. Auk hennar voru Goðheimar í Háaleitisskóla og yoga kennsla í Heiðarskóla tilnefnd en það var yogakennsla Heiðarskóla sem fékk verðlaunin.

Við óskum Ragnheiði Ölmu til hamingju með tilnefninguna.