Samskiptadagur 24. janúar

Það  verður samskiptadagur í Njarðvíkurskóla fimmtudaginn 24. janúar.  Bókin viðtala fer fram í gegnum Mentor og má nálgast leiðbeiningar til að bóka viðtal í eftirfarandi myndbandi https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Opnað er fyrir bókanir viðtala miðvikudaginn 16. janúar nk.  

Á samskiptadeginum eru foreldrar/forráðamenn nemenda í 3., 6. og 9. bekk beðnir um að svara stuttri viðhorfskönnun á sal eftir viðtalið á spjaldtölvur en niðurstöðurnar eru mikilvægur þáttur í sjálfsmati skólans. 

Einnig hvetjum við foreldra/forráðamenn um að skoða vel í óskilamuni en mikið af þeim er að safnast saman hjá okkur.