Samtalsdagur 1. febrúar

Þriðjudaginn 1. febrúar er samtalsdagur í Njarðvíkurskóla. Vegna smitvarna munu viðtölin fara fram rafrænt í gegnum forritið Teams þar sem hægt verður að nota tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Þau viðtöl sem notast þarf við túlk eru tekin í skóla.

Eins og fyrr þá óska forráðamenn eftir viðtalstíma hjá umsjónakennara í gegnum Mentor. Þeir forráðamenn sem óska eftir viðtali við fag-, sér-, list- og verkgreinakennara, sem einnig eru til viðtals þennan dag, hafa samband við skrifstofustjóra skólans og bóka þau viðtöl. Hægt er að hringja í síma 420-3000 eða senda póst á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is.

Í viðtalinu verður farið yfir almennt gengi nemandans í skólanum og það námsmat sem lokið er á skólaárinu auk annars.

Eins og áður segir þá fer bókun viðtala fer fram í gegnum Mentor þar sem forráðamenn bóka sjálfir viðtal á þeim tíma sem hentar þeim best. Þegar forráðamenn hafa skráð sig í viðtal þá fá þeir sendan tölvupóst með slóð á Teams fund. Líkt og tíðkast í foreldraviðtölum þá eru nemendur með forráðamönnum sínum í viðtalinu og þar sem mögulegt er, að hafa opið fyrir mynd.

Opnað verður fyrir bókanir 25. janúar kl. 00:01 og geta forráðamenn þá byrjað að bóka. Leiðbeiningar fyrir bókun viðtala fyrir forráðamenn má sjá hér í myndbandi frá Mentor - https://youtu.be/mEFYnJhJAsM

Með því að smella hérna er hægt að sjá leiðbeiningar um hvernig á að tengjast fundinum. Mikilvægt er að vera búin að kynna sér það áður en viðtalstíminn hefst.

Frístundaheimili skólans er opið á samskiptadaginn, bæði í skóla sem og Ösp frá kl. 8:15-16:15.