Samtalsdagur 14. október 2020

Miðvikudaginn 14. október er samtalsdagur í Njarðvíkurskóla. Samtalsdagurinn verður með breyttu sniði í ár þar sem öll viðtöl verða tekin í gegnum síma til að bregðast við hertum samfélagsreglum.

Forráðamenn óska eftir viðtalstíma í gegnum Mentor, hjá umsjónarkennara. Einnig geta forráðamenn óskað eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara sem einnig eru til viðtals þennan dag.

Í viðtalinu verður farið yfir könnun um líðan sem nemendur svara og almennt gengi nemandans í skólanum.

Eins og áður segir þá fer bókun viðtala fer fram í gegnum Mentor þar sem forráðamenn bóka sjálfir viðtal á þeim tíma sem hentar þeim best. Þar sem um símaviðtal verður að ræða þurfa forráðamenn skrá það símanúmer sem á að nota til að hafa samband þegar að viðtalstímanum kemur. Símanúmerið er skrá í athugasemd dálkinn Skilaboð til kennara.

Forráðamenn eru hvattir til að hafa börnin með sér í símaviðtalinu. 

Opnað verður fyrir bókanir 7. október kl. 00:01 og geta forráðamenn þá byrjað að bóka. Leiðbeiningar fyrir bókun viðtala fyrir forráðamenn má sjá hér í myndbandi frá Mentor  https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Allir nemendur eiga að taka rafræna könnun um líðan nemenda. Umsjónakennarar munu senda sínum umsjónahópum link til að svara könnuninni. Vinsamlegast svarið þessari könnun sem fyrst.

Frístundaheimili skólans er opið á samskiptadaginn, bæði í skóla sem og Ösp frá kl. 8:15-16:15.