Samtalsdagur 8. október

Njarðvíkurskóli
Njarðvíkurskóli

Miðvikudaginn 8. október er samtalsdagur í Njarðvíkurskóla.

Forráðamenn bóka viðtal við umsjónarkennara í gegnum Mentor. Opnað verður fyrir bókanir 1. október um kl. 10:00 og geta forráðamenn þá bókað sín viðtöl.
Þeir forráðamenn sem eru með túlk í viðtalinu fá úthlutað tímum frá umsjónarkennurum og fá tölvupóst á næstu dögum með tímasetningunum.
Viðtöl fara fram í heimastofum nemenda. Þeir forráðamenn sem óska eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara, sem einnig eru til viðtals þennan dag, hafa samband við skrifstofustjóra skólans og bóka þau viðtöl. Hægt er að hringja í síma 420-3000 eða senda póst á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is.

Óski forráðamenn eftir að hafa samtalið á TEAMS þá þarf að senda póst á umsjónarkennara og óska eftir slíku viðtali en mikilvægt er þó að nemandinn sé einnig í viðtalinu.

Grunnurinn í viðtalinu er könnun um líðan og almennt gengi nemenda í skólanum sem nemendur svara heima með forráðamönnum og er könnun svarað rafrænt. Tengill á könnunina er: www.njardvikurskoli.is/is/samskiptadagur og mikilvægt er að svara fyrir hvert barn og velja réttan tengil eftir árgangi. Mikilvægt er að könnuninni sé svarað sem fyrst.

Nemendur eiga að mæta með forráðamönnum sínum í viðtalið.

Frístundaheimili skólans og í Ösp eru opin á samtalsdeginum frá kl. 8:15-16:15.

Á samtalsdeginum verða fulltrúar með kynningu frá fjölmörgum íþrótta- og tómstundafélögum í Reykjanesbæ á sal skólans. Við hvetjum forráðamenn til að staldra við, kynna sér úrvalið og sjá hvaða tækifæri standa börnum og ungmennum til boða í Reykjanesbæ.