Setning Barnahátíðar

Nemendur okkar í 4. bekk tóku þátt í setningu Barnahátíðar í dag sem fór fram í Duus húsum. Kjartan Már bæjarstjóri opnaði hátíðina og Aron Hannes tók nokkur lög. Eftir það skoðuðu nemendur listasýningu leik- og grunnskólanna en sýningin er opin öllum næstu vikur. Nemendur voru til fyrirmyndar í ferðinni.