Skemmtileg árshátíð Njarðvíkurskóla 2021

Valur Axel og Helga Vigdís
Valur Axel og Helga Vigdís

Árshátíð Njarðvíkurskóla var haldin í dag mánudaginn 3. maí.  Vegna takmarka í samfélaginu var önnur útfærsla á hátíðinni en áður þar sem árshátíðaratriðum var streymt. Nemendur fylgdust með atriðum í heimastofum og foreldar heima. Mikið var um flott atriði sem Helga Vigdís Thordersen og Valur Axel Axelsson, kynntu til leiks. Allir árgangar voru með atriði, hluti atriða voru tekin upp í beinni og önnur voru myndbönd sem nemendur og kennarar höfðu unnið saman. Að loku streymi þá voru nemendum boðið á skúffuköku og drykk í heimastofum.