Skemmtileg jólahátíð í dag

Jólahátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg á sal og í stofum í dag. Í stofum voru nemendur hjá umsjónarkennurum og héldu litlu jólin þar sem lesnar voru jólasögur og nemendur skiptust á pökkum.

Á sal léku Eygló Ósk Pálsdóttir og María Lovísa Davíðsdóttir dúett á klarinett ensk/franska lagið Englakór frá himnahöll og Embla Sól Sverrisdóttir og Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir léku á píanó og fiðlu lagið Við óskum þér góðra jóla. Rannveig Guðmundsdóttir og Alexander Logi Chernyshov Jónsson lásu ljóðið Kátt er á jólunum. Nemendur í 5. bekk sýndu helgileik þar sem vel æfðir nemendur fóru á kostum. Börkur Kristinsson og Filoreta Osmani voru kynnar á hátíðinni.
Eins og venjan er þá var dansað í kringum jólatréið þar Stúfur og Skyrgámur kíktu í heimsókn.