Skemmtilegur öskudagur í Njarðvíkurskóla

Frá öskudegi í Njarðvíkurskóla 2020.
Frá öskudegi í Njarðvíkurskóla 2020.

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla 26. febrúar 2020.

Yngra stigið (1.-5. bekkur) fór í þrautir í íþróttahúsinu og eldra stigið (6.-10. bekkur) tók þátt í ýmsum þrautum í stofunum á 3. hæð skólans.

Nemendur í 10. bekk settu upp draugahús sem allir nemendur gátu farið í gegnum.

Öskudagur er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla sem og í öðrum grunnskólum í Reykjanesbæ. Nemendur voru í skólanum frá 8:15-10:35 og eftir það lauk skóla. Að loknum skóladegi fóru mörg börn niður í bæ og sungu fyrir góðgæti í hinum ýmsu fyrirtækjum í bænum.