Skólabúðir á Úlfljótsvatni hjá 7. bekk

7. bekkur í Njarðvíkurskóla fór að Úlfljótsvatni í skólabúðir dagana 20.-22. september. Í ferðinni var meðal annars farið í fjallgöngu upp á Úlfljótsfell, í hópeflisleiki, í þrautabraut, í bogfimi og margt annað.

Í svona ferðum er gaman að fylgjast með því hvernig nemendur ná saman á annan hátt en í hefðbundnu skólastarfi líkt og má sjá í meðfylgjandi myndasafni.