Skólasetning haustið 2020

Ágætu foreldrar/forráðamenn,

Skólasetning Njarðvíkurskóla verður með óhefðbundnu sniði í ár vegna fjarlægðartakmarkanna Almannavarna.

Skipulag skólasetningar, sem er mánudaginn 24. ágúst, verður eftirfarandi:
- Nemendur í 2. bekk mæting á sal kl. 9:00, stutt setning og svo er farið í minni hópum í kennslustofu. Aðeins 1-2 foreldri með hverjum nemenda og virða 2m. regluna
- Nemendur í 3. KB ( áður 2. KB) mæta á sal kl. 10:00, stutt setning og svo er farið i minni hópum í kennslustofu. Aðeins 1 foreldri með hverjum nemenda og virða 2m. regluna
- Nemendur í 3. LE ( áður 2. LE) mæta á sal kl. 10:20, stutt setning og svo er farið i minni hópum í kennslustofu. Aðeins 1 foreldri með hverjum nemenda og virða 2m. regluna
- Nemendur í 4.-6. bekk mæta án foreldris/forráðamanni á sal kl. 11:00. Stutt setning og svo er farið í heimastofu með umsjónarkennara. Skólasetning tekur 40 mínútur.
- Nemendur í 7.-10. bekk mæta án foreldris/forráðamanni á sal kl. 11:30. Stutt setning og svo er farið í heimastofu með umsjónarkennara. Skólasetning tekur um 40 mínútur.
- Nemendur í 1. bekk mæta á sal kl. 13:00, stutt setning og svo er farið í minni hópum í kennslustofu. Aðeins 1-2 foreldri með hverjum nemenda og virða 2m. regluna.

Í upphafi á nýju skólaári og á tímum vonandi síðari bylgju af Covid-19 þá verðum við að biðja ykkur foreldra/forráðamenn um að koma ekki inn í skólahúsnæðið nema ef þið eruð sérstaklega boðuð eða hafið óskað eftir viðtali við kennara/skólastjórnendur fyrirfram. Það á þó ekki við foreldra/forráðamenn nemenda sem eru að hefja skólagöngu í 1. bekk þar sem við vitum að fylgd getur verið nauðsynleg fyrstu dagana en við biðjum foreldra/forráðamenn að koma aðeins einn með hverju barni ef með þarf og passa alltaf uppá fjarlægðarmörk við aðra fullorðna í rýminu.

Eins viljum við biðja ykkur um að halda nemendum heima ef þeir sýna einkenni Covid-19 og láta skrifstofustjóra skólans vita. Við stóðum okkur vel í vor að passa uppá þetta og höfum fulla trú á því að við getum "tæklað" þetta verkefni saman aftur. Hér í skólanum er allt tilbúið fyrir upphaf skólaársins 2020-2021 og mikil tilhlökkun að taka á móti nemendum eftir sumarfrí.

Munum að huga vel að líðan okkar allra, bæði líkamlegri og andlegri.

Með kveðju, skólastjórnendur Njarðvíkurskóla