Skólasetning Njarðvíkurskóla

Skipulag skólasetningar Njarðvíkurskóla mánudaginn 23. ágúst 2021

Nemendur í 1.bekk koma á skólasetningu á sal skólans kl. 13:00. Nemendur mæta með 1-2 foreldri/forráðamanni.

Skólasetning hjá nemendum í 2.-10. bekk er án foreldra/forráðamanna í heimastofum nemenda á eftirfarandi tímum. Tekur um 40 mínútur.

Nemendur í 2., 3. og 4. bekk mæta kl. 9:00.
2. bekkur stofur 201 og 202
3. bekkur stofur 207 og 208
4. bekkur í Brekku

Nemendur í 5., 6. og 7. bekk mæta kl. 10:00
5. bekkur stofur 209, 210 og 211
6. bekkur stofur 310 og 311
7. bekkur stofur 307 og 308

Nemendur í 8., 9. og 10. bekk mæta kl. 11:00
8. bekkur stofur 309 og 106
9. bekkur stofur 301 og 104
10. bekkur stofur 304 og 103

Ösp sérdeild: Skólasetning í Ösp, 1-2 foreldri/forráðamaður mæta með hverju barni. Haft verður samband við foreldra/forráðamenn fyrir skólasetningu.

Í upphafi á nýju skólaári og enn á tímum Covid-19 þá verðum við að biðja ykkur foreldra/forráðamenn að gæta alltaf upp á fjarlægðamörk við aðra fullorðna í rýmum og grímuskylda er hjá öllum fullorðnum sem eiga erindi í skólann.
Eins viljum við biðja ykkur um að halda nemendum heima og senda nemendur í Covid-próf ef þeir sýna einkenni Covid-19 og láta skrifstofustjóra skólans vita. Við höfum staðið okkur vel hingað til og höfum fulla trúa á því að náum að gera það áfram. Hér í skólanum erum við tilbúin fyrir upphaf skólaársins 2021-2022 og mikil tilhlökkun að taka á móti nemendum eftir sumarfrí.

Munum að huga vel að persónulegum sóttvörnum og líðan okkar allra.