Skólaslit 2: Dauð viðvörun

Skólaslit 2: Dauð viðvörun
Skólaslit 2: Dauð viðvörun

Ævar Þór Benediktsson rithöfundur kom í gær og las fyrir nemendur úr 5.-8.bekk úr bókinni Skólaslit.

Bókin Skólaslit kemur út frá verkefni sem Ævar Þór vann að með nemendum og kennurum úr Reykjanesbæ í október á síðasta ári, þar sem hann samdi nýjan kafla á hverjum degi sem nemendur lásu eða hlustuðu á í skólanum og unnu verkefni upp úr. Í lok október var síðan haldin uppskeruhátíð þar sem sal Njarðvíkurskóla var breytt í risastórt draugahús í stíl við söguna.

Það var því skemmtilegt að Ævar skildi koma hingað og lesa upp úr bókinni sem var að koma út núna. Þá kynnti Ævar líka fyrir nemendum söguna Skólaslit 2: Dauð viðvörun, en það hefur verið ákveðið að framlengja þetta verkefni sem við unnum með Ævari í fyrra og næstkomandi október verður undirlagður af nýrri sögu sem verður spennandi að fylgjast með.