SKÓLASLIT 2 - Dauð viðvörun

Skólaslit 2
Skólaslit 2

Í október tóku nemendur og starfsmenn Njarðvíkurskóla þátt í verkefninu SKÓLASLIT 2 – Dauð viðvörun sem Ævar Þór Benediktsson rithöfundur stýrði ásamt kennsluráðgjöfum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Verkefnið hefur þróast í nýstárlega lestrarupplifun með áherslu á skapandi og verklega vinnu með það að leiðarljósi að hugmyndir og áhugasvið nemenda fái að njóta sín. Föstudaginn 28. október var “hryllileg lokahátíð” í Njarðvíkurskóla þar sem þemað var sagan sjálf. Allir voru hvattir til alla að mæta í búningum og var salur skólans skreyttur í anda Skólaslita 2- Dauð viðvörun af nemendaráði og starfsmönnum með tilheyrandi reyk og hryllilegum hljóðum. í fyrri frímínútum var varpað upp á vegg íþróttahússins myndbandi með draugadönsum og var það mikið fjör.

Nemendum var boðið upp á “blóðugt poppkorn” og margir skemmtilegir munir urðu til meðan á verkefninu stóð, má þar nefna risastóra rútu, kött sem var þæfður, risastóra könguló o.fl. Gluggar skólans sögðu alla söguna um hvað var að gerast innan dyra. Sagan var frábær og verkefnið skemmtilegt.