Skólaslit 3 - Öskurdagur

Skólaslit 3 - Öskurdagur
Skólaslit 3 - Öskurdagur

Í október tóku nemendur og starfsmenn Njarðvíkurskóla þátt í verkefninu SKÓLASLIT 3 – Öskurdagur sem er spennandi hrollvekja sem hefur það markmið að vekja lestrarupplifun fyrir lesendur sem taka þátt í verkefninu. Skólaslit 3 - Öskurdagur er samstarfsverkefni Menntasviðs Reykjanesbæjar og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar.

Þriðjudaginn 31. október var Öskurdanshátíð í Njarðvíkurskóla þar sem þemað var sagan sjálf. Allir voru hvattir til alla að mæta í búningum og var salur skólans skreyttur í anda Skólaslita 3 - Öskurdagur af nemendaráði og starfsmönnum með tilheyrandi reyk og hryllilegum hljóðum. Þar var mikið danspartý þar sem nemendur skemmtu sér konunglega.