Skólaslit Njarðvíkurskóla 2021

Árgangur 2005 í Njarðvíkurskóla
Árgangur 2005 í Njarðvíkurskóla

Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram 8. júní við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöð Njarðvíkur fyrir 1.-9. bekk og á sal skólans fyrir 10. bekk. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa. Á skólaslitunum spiluðu Rósa Kristín Jónsdóttir á túbu, Þorgerður Tinna Kristinsdóttir á klarinett, Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir á klarinett og Unnur Ísold Kristinsdóttir söng og spilaði á píanó.

Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur í hverjum árgangi frá 7. bekk og voru það eftirfarandi nemendur sem fengu bókagjöf fyrir:
7. bekkur: Kristín Björk Guðjónsdóttir
8. bekkur: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir
9. bekkur: Guðmundur Leo Rafnsson
10. bekkur: Sólon Siguringason

Skólinn veitti eftirfarandi nemendur viðurkenningu fyrir framfarir í námi:
7. bekkur – Ástrós Lovísa Hauksdóttir og Kristján Freyr Davíðsson
8. bekkur – Ásdís Elva Jónsdóttir og Freysteinn Ingi Guðnason
9. bekkur – Elín Bjarnadóttir og Haukur Guðmundsson
10. bekkur – Róbert Helgi Róbertsson Zak, Katrín Ósk Jóhannsdóttir, Birna Jóhannsdóttir, Níels Þór Þengilsson, Dagur Þór Þorsteinsdóttir, Kara Sif Valgarðsdóttir.

Aðrar viðurkenningar sem veittar voru nemendum í 7.-9. bekk.
- Góður árangur í upplestri og framsögn í 7. bekk: Kristín Björk Guðjónsdóttir og Viktor Garri Guðnason
- Textílmennt - valgrein: Oliwia Czaplinska 9. bekk
- Hönnun og smíði - valgrein: Bishwan Mohammed 9. bekk
- Skrautskrift: Oliwia Czaplinska 9. bekk

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur fyrir einstaka greinar í 10. bekk auk valgreina. Það eru ýmis félagasamtök í nærsamfélagi skólans sem gefa verðlaunin og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
- Íslenska: Sólon Siguringason og Lovísa Bylgja Sverrisdóttir
- Stærðfræði: Sólon Siguringason
- Enska: Stefán Logi Ægisson
- Danska: Sólon Siguringason og Helga Vigdís Thordersen
- Samfélagsfræði: Helga Vigdís Thordersen
- Náttúrufræði: Rannveig Guðmundsóttir
- Íþróttir: Sólon Siguringason
- Íþróttastúlka Njarðvíkurskóla: Lovísa Bylgja Sverrisdóttir
-Íþróttadrengur Njarðvíkurskóla: Valur Axel Valsson
- Fyrir góðan námsárangur í stærðfræði framhaldsskólastigi: Thelma Lind Einarsdóttir, Sólon Siguringason, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir og Emelíana Líf Ólafsdóttir
- Fyrir góðan námsárangur í spænsku og ensku á framhaldsskólastigi: Ragnheiður Ýr Þórisdóttir
- Fyrir góðan námsárangur í stærðfræði og ensku á framhaldsskólastigi: Rannveig Guðmundsdóttir
- Fyrir góðan námsárangur í ensku á framhaldsskólastigi: Alysa Dominique Teague
- Fyrir góðan námsárangur í spænsku á framhaldsskólastigi: Kristgerður Stefánsdóttir

Valgreinar:
- Myndlist: Júlía Auðbjörg Kristjánsdóttir
- Heimilisfræði: Benjamín Darri Gestsson og Jón Rósmann Sigurgeirsson
- Félagsstörf: Valur Axel Valsson
- Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Suðurnes: Anika Líf Hrólfsdóttir og Ragnheiður Ýr Þórisdóttir
- Hár og förðun: Birna Jóhannsdóttir
- Umhverfisverðlaun: Ragnheiður Ýr Þórisdóttir og Helga Vigdís Thordersen

Viðurkenningar fyrir nemendur í 10. bekk í Ösp:
Guðmundur Hilmar Vilhjálmsson, Guðrún Vigdís Jónsdóttir og Marialuisa Cerqueira de Jesus

Njarðvíkurskóli hefur undanfarin ár notið góðvildar grenndarsamfélagsins þegar á þarf að halda. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri, þakkaði fulltrúum klúbbana fyrir stuðning til skólastarfs Njarðvíkurskóla.

Á skólaslitum 10. bekkjar talaði Valur Axel Valsson formaður nemendaráðs fyrir hönd útskriftarnema og Einar Árni Jóhannsson og Þórir Rafn Hauksson, umsjónakennarar 10. bekkjar. Útskriftarnemendur fengu hátíðartrefla að gjöf frá skólanum í útskriftargjöf. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, foreldra og starfsfólk. Að lokum var Njarðvíkurskóla slitið en þetta var 79. starfsár skólans.

Myndasafn frá skólaslitum í 1.-9. bekk