Skólaslit Njarðvíkurskóla

10. bekkur skólaárið 2021-2022
10. bekkur skólaárið 2021-2022

Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 7. júní. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa. Á skólaslitunum spiluðu Dalrós María Árnadóttir á Suzuki-blokkflautu, Berglind Elva Rafnsdóttir, Hugrún Jóna Ingvadóttir, Salka Sigurlilja Gísladóttir, Þorgerður Tinna og Ástríður Auðbjörg á klarinett, Elin Mia Y Hardonk á selló og Unnur Ísold Kristinsdóttir söng og spilaði á píanó.

Veittar eru viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur í hverjum árgangi frá 7. bekk og voru það eftirfarandi nemendur sem fengu bókagjöf fyrir:
- 7. bekkur: Þorgerður Tinna Kristinsdóttir
- 8. bekkur: Kristín Björg Guðjónsdóttir
- 9. bekkur: Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir
- 10. bekkur: Unnur Ísold Kristinsdóttir og Guðmundur Leo Rafnsson

Skólinn veitti eftirfarandi nemendur viðurkenningu fyrir framfarir í námi:
- 7. bekkur – Kristinn Ágúst Kristinsson og Elísabet María Þórisdóttir
- 8. bekkur – Matthildur Mía Halldórsdóttir og Danielius Andrijauskas
- 9. bekkur – Hildur Rún Ingvadóttir og Heimir Gamalíel Helgason
- 10. bekkur – Björn Ólafur Valgeirsson, Brynja Þórey Hjörvarsdóttir, Evan Michael Teague, Haukur Guðmundsson og Salvar Gauti Ingibergsson

Aðrar viðurkenningar 7.-9. bekk:
- Góður árangur í upplestri og framsögn í 7. bekk: Þorgerður Tinna Kristinsdóttir og Kristjana Ása Lárusdóttir
- Viðurkenning fyrir valgreinina hönnun og smíði: Sandra Maria Rawluszko
- Viðurkenning fyrir valgreinina textílmennt: Yasmin Petra Younesdóttir Boumihdi

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur fyrir einstaka greinar í 10. bekk auk valgreina. Það eru ýmis félagasamtök í nærsamfélagi skólans sem gefa verðlaunin og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
- Íslenska: Unnur Ísold Kristinsdóttir
- Stærðfræði: Guðmundur Leo Rafnsson
- Enska: Lilja Rún Gunnarsdóttir
- Danska: Brimar Ingi Rúnarsson
- Samfélagsfræði: Unnur Ísold Kristinsdóttir
- Náttúrufræði: Unnur Ísold Kristinsdóttir
- Íþróttir: Bríet Björk Hauksdóttir
- Fyrir almennt góðan námsárangur: Oliwia Czaplinska og Ólafía Sigríður Árnadóttir
- Fyrir góðan námsárangur í stærðfræði á grunn- og framhaldsskólastigi: Unnur Ísold Kristinsdóttir, Elín Bjarnadóttir og Guðmundur Leo Rafnsson
- Fyrir góðan námsárangur í ensku á grunn- og framhaldsskólastigi: Guðmundur Leo Rafnsson og Lilja Rún Gunnarsdóttir
- Íþróttastúlka Njarðvíkurskóla: Bríet Björk Hauksdóttir
-Íþróttadrengur Njarðvíkurskóla: Guðmundur Leo Rafnsson
- Fyrir góðan námsárangur í textíl og hár á framhaldsskólastigi: Sólrún Brynja Einarsdóttir

Valgreinar:
- Myndlist: Lúðvík Ágústsson
- Félagsstörf: Nadía Líf Pálsdóttir
- Hár og förðun: Lúðvík Ágústsson
- Björgunarsveitin Klettur: Berglaug Aþena Vilhjálmsdóttir, Jón Sigfús Viðarsson og Sólrún Brynja Einarsdóttir

Á skólaslitum 10. bekkjar talaði Nadía Líf Pálsdóttir formaður nemendaráðs fyrir hönd útskriftarnema og Hulda Hauksdóttir og Torfi Gíslason, umsjónakennarar 10. bekkjar. Útskriftarnemendur fengu hátíðartrefla að gjöf frá skólanum í útskriftargjöf. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, forráðamenn og starfsfólk og kvaddi þá starfsmenn sem eru að hætta störfum við skólann. Að lokum var Njarðvíkurskóla slitið en þetta var 80. starfsár skólans.