Skólavinir og verkefnastjórar í leik og starfi

Verkefnið Skólavinir í Njarðvíkurskóla gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í fyrri frímínútum alla daga. Nemendur í 3. til 5. bekk sjá um og bera ábyrgð á ýmsum leikjum sem eiga að höfða til allra nemenda á fyrstu skólastigum.

Markmiðið með verkefninu er að bjóða nemendum fjölbreyttara úrval afþreyingar í frímínútum þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi.