Snjór og klaki hreinsaður af körfuboltavellinum

Samvinna og samkennd einkennir samfélagið okkar í dag nú sem endranær. Guðmundur Helgi Albertsson fékk Younes Boumihdi og félaga í fyrirtækinu Younes Ehf. með sér í lið við að hreinsa snjó og klaka af körfuboltavellinum við Njarðvíkurskóla. Stefnan er að klára verkið í dag. Nemendur í skólanum geta því í framhaldi nýtt sér völlinn í leik og útivist í skólanum.

Njarðvíkurskóli þakkar öllum þeim sem komu að þessari vinnu kærlega fyrir.