Stelpur og tækni

Háskólinn í Reykjavík hvetur konur til náms í tæknigreinum, og liður í því er verkefnið Stelpur og tækni, þar sem stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla er boðið í háskólann og tæknifyrirtæki en í þetta skiptið var kynningin í gegnum Zoom og verkefnin unnin í gegnum Youtube. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

Miðvikudaginn 19. maí fengu stelpurnar okkar í 9. bekk kynningu á verkfræðideild Háskóla Reykjavíkur og í framhaldi af því lærðu þær að forrita leiki. Óhætt er að segja að stelpurnar átti bæði fræðandi og skemmtilegan dag. Verkefnið var sett upp á einfaldan og áhuganverðan hátt og skemmtu þær sér vel við að búa til tölvuleiki og ekki minna við að spila þá.