Strætókort frá Reykjanesbæ

Nú þegr gjaldtaka í strætó er hafin hefur verið tekin ákvörðun um að nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar sem þurfa að sækja skóla utan skólahverfis eigi rétt á strætókorti (sbr. nemendur sem búa í Höfnum). Þetta á ekki við ef barn sækir skóla utan hverfis að eigin ósk. Jafnframt að nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem búa í meira en 1.5 km. fjarlægð frá hverfisskóla sínum fái strætókort án endurgjalds (sjá mynd).

Þar sem þetta á við geta foreldrar nálgast strætókort fyrir börn sín hjá skólaritara.

Ef foreldrar barna sem heyra undir ofangreind viðmið hafa þegar keypt strætókort fyrir börn sín þá fá þeir endurgreitt. Eru þeir beðnir um að snúa sér til skólaritara, framvísa strætókortinu og gefa upp kennitölu og bankaupplýsingar.