Þemadagar

Þemadagar verða í Njarðvíkurskóla 21.-23. febrúar undir yfirskriftinni Vellíðan og gleði.  Hefðbundin kennsla er brotin upp og fara nemendur á mismunandi stöðvar þar sem þau vinna fjölbreytt verkefni og blandast hóparnir.  Allir nemendur eru í skólanum frá 8:15-13:20 þessa þrjá daga og falla valtímar á unglingastigi sem kenndir eru í skólanum niður þessa daga.  Hefðbundir íþrótta- og sundtímar falla einnig niður.