Þemadagar í Njarðvíkurskóla 24. og 25. janúar

Frá þemadögum árið 2022
Frá þemadögum árið 2022

Dagana 24. og 25. janúar eru þemadagar í Njarðvíkurskóla með yfirskriftina: Heimsreisan - ferð um heiminn. Þemadagar eru uppbrotsdagar þar sem hefðbundin stundaskrá er látin víkja og nemendur vinna verkefni í tengslum við þemað.

Skóladagur hefst hjá öllum nemendum kl. 8:15 í heimastofu og lýkur kl. 13:20/14:00 eða eins og stundaskrá árganga segir til um. Sérgreinar og val fellur niður þessa daga, þar með talið íþróttir og sund.

Miðvikudaginn 25. janúar verður opið hús fyrir forráðamenn og aðra gesti til að skoða afrakstur vinnu nemenda frá kl.12:40-13:20.
Vonumst við til að sjá ykkur sem flest.