Þemadagar - Njarðvíkurskóli 80 ára

Njarðvíkurskóli 80 ára
Njarðvíkurskóli 80 ára

Í næstu viku, þriðjudaginn og miðvikudag eru þemadagar í Njarðvíkurskóla. Þessa daga verður unnið með afmæli skólans sem um þessar mundir fagnar 80 ára afmæli.

Árgangar vinna stigskipt að ýmsum skemmtilegum verkefnum sem tengjast sögu skólans og afmælishátíð hans. Skólastarf er brotið upp og hefðbundin stundaskrá víkur fyrir öðrum verkefnum. Íþróttir/sund og list- og verkgreinar falla niður þessa daga.

Stefnt er að því að taka hópmynd af öllum nemendum og starfsmönnum skólans á þriðjudeginum og hvetjum við alla til að mæta í einhverju grænu á lit þann dag. Á miðvikudeginum verður afmælishátíð og þá hvetjum við alla nemendur til að koma í sparilegum klæðnaði. Í nestistíma verður öllum boðið uppá súkkulaði afmælisköku og ískalda mjólk í boði MS. Daginn endum við svo með danspartýi í íþróttahúsinu og Emmsjé Gauti kemur og syngur nokkur lög.

Skóladagurinn hefst kl. 8:15 báða dagana og lýkur á þriðjudeginum kl. 13:20 hjá 1.-4. bekk og 14:00 hjá 5.-10. bekk. Á miðvikudeginum lýkur skóladeginum kl. 13:20 hjá öllum nemendum. Valfög unglingastigs falla niður þessa tvo daga og frístundaskólinn er opin báða dagana.