Þorgrímur Þráinsson heimsótti Njarðvíkurskóla

Þorgrímur Þráinsson
Þorgrímur Þráinsson

Í síðustu viku heimsótti Þorgrímur Þráinsson nemendur í 10. bekk í Njarðvíkurskóla með fyrirlesturinn ,,Verum ástfangin af lífinu”.

Fyrirlesturinn var hvatning til nemenda að láta drauma rætast með því að bera ábyrgð á eigin lífi, setja sér markmið, hafa trú á sjálfum sér til að ná markmiðunum og skipuleggja sig í samræmi við það.

Þorgímur nær ávallt vel til nemenda í skólanum og þökkum við honum kærlega fyrir heimsóknina.