Tilkynning frá Njarðvíkurskóla

Frá og með mánudeginum 4. maí verður skólahald aftur með eðlilegum hætti og þá tekur hefðbundin stundatafla við. Frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla og í Ösp verða með hefðbundinn opnunartíma. Fyrirkomulag varðandi skólamat verður með sama hætti og áður. Breyting verður á skóladagatali í maí þar sem skertur nemendadagur/prófadagur 12. maí fellur niður og verður í staðinn hefðbundinn skóladagur nemenda.

Við hlökkum til að komast í eðlilegt skólastarf og fá alla nemendur inn í skólann til okkar.