Tilkynning frá Njarðvíkurskóla

Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, hefjum við skólastarf eftir breyttum sóttvarnareglum. Þessi breyting er til og með 1. desember.

1.-7. bekkur kennsla samkvæmt stundaskrá. Tveggja metra regla og grímuskylda á núna ekki við í 1.-7. bekk.
8.-10. bekkur. Fyrri hópur A mætir frá kl. 9:55-12:00 og seinni hópur B kl. 12:40-14:40. Áfram verður tveggja metra regla og grímuskylda nemenda í 8.-10. bekk í samræmi við fyrri tillögur. Hópaskipting kemur frá umsjónakennurum í dag (17.11.)

Grímuskylda kennara vegna nálægðar við nemendur gildir gagnvart nemendum í 8.-10. bekk, en ekki yngri nemendum.

Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla.

Skólamatur: Nemendur sem eru í áskrift fá afgreiddan mat í skólanum. Matur hjá nemendum í 8.-10. bekk fyrri hóp A er kl. 12 eftir að kennslu lýkur áður en þau fara heim. Matur hjá 8.-10. bekk seinni hóp B er áður en tími hefst er afgreiddur frá kl. 12:25-12:40
Frístundaheimilið verður áfram opið til kl. 15:30 fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem þar eru skráðir:
- Frístund 1. bekkur Björk s: 6925959
- Frístund 2. bekkur st. 109 og bókasafn fara út um yngri barna inngang s: 8646788
- Frístund 3/4. bekkur í Brekku. s: 7792395
Foreldrar geta hringja í viðkomandi númer og börnin koma út. Nemendur í frístund mega blandast á útisvæði.

Ef breytingar verða hjá Ösp og Björk sérdeild þá verða þær upplysingar sendar til foreldra af deildastjóra.

Aðkoma foreldra er enn takmörkuð inn í skólann og við viljum einnig ítreka að nemendur koma ekki í skólann með flensulík einkenni.

Bestu kveðjur,
Skólastjórn Njarðvíkurskóla