Varðandi öryggi nemenda og aðgengi að þeim innan skólans

Vegna tilmæla frá Heimli og skóla varðandi öryggi nemenda og aðgengi að þeim innan skólans þá höfum við í Njarðvíkurskóla ákveðið eftirfarandi:
Framvegis ef foreldrar/forráðamenn þurfa að ná til nemenda eða koma gögnum til þeirra á skólatíma meðan á kennslu stendur þá eiga foreldrar alltaf að gefa sig fram við skrifstofu skólans sem hefur samband við kennara viðkomandi nemanda. Þetta á ekki við um upphaf og lok skóladags þegar verið er að fylgja nemendum í skólann eða sækja.

Skólastjórn,
Njarðvíkurskóla