Vegna fyrirhugaðs verkfalls STFS

Merki Njarðvíkurskóla
Merki Njarðvíkurskóla

Skólastarf í Njarðvíkurskóla ef til verkfalls starfsfólks í STFS kemur dagana 23., 24. og 25. maí

Boðað verkfall starfsfólks STFS mun hafa mikil áhrif á skólastarf þá daga sem það stendur yfir. Í fyrstu er búið að boða til verkfalls dagana 23. maí til kl. 12.00, 24. maí allan daginn og 25. maí til kl. 12.00.

Starfsmannahópurinn sem þetta varðar eru umsjónarmaður fasteignar, skrifstofustjóri, stuðningsfulltrúar, starfsmenn skóla og starfsmenn í frístund.

Þetta hefur í för með sér mjög skerta starfsemi á skrifstofu skólans þessa daga og ekki verður svarað í síma. Störf sem stuðningsfulltrúar og starfsmenn skóla sinna falla niður s.s. gæsla frá 8:00-8:15, stuðningur inni í bekk, gæsla í frímínútum, aðstoð í hádegi, gæsla í hádegi og frístundaskólinn verður lokaður 24. maí.

Við vonum að foreldrar sýni þessum aðgerðum og skertu skólastarfi skilning en við höfum leitað allra leiða til að hafa sem mest skólastarf þessa daga. Á sama tíma leggjum við okkur fram um að virða þær leikreglur sem gilda þegar til verkfalls kemur og göngum ekki í störf fólks sem berst fyrir bættum kjörum enda er það lögbrot.

Ef til verkfalls kemur þessa daga verður kennsla í Njarðvíkurskóla með eftirfarandi hætti:

Þriðjudagurinn 23. maí - verkfall boðað kl. 8.00-12.00
- Skólinn opnar kl. 8.15.
- 1.-6. bekkur: Kennsla samkvæmt stundaskrá frá 8:15 -9:35. Nemendur fara heim 9:35 og mæta aftur í skólann kl. 12:00. Nemendur taka hádegismat heima. Frístundaheimilið opið frá kl. 13:20 fyrir þá sem þar eru skráðir.
- 9. bekkur: Kennsla kl. 8:15 -9:35. Þá fara nemendur heim og koma aftur í mat kl. 12:00 og í kennslu kl. 12:40 samkv. stundaskrá. Þeir sem ætla að borða hádegismat heima koma í kennslustund kl. 12:40.
- 7.-8. bekkur: Kennsla frá 8:15-9:35. Nemendur geta farið heim í kaffitímanum og koma aftur í kennslu kl. 9:55 -12:00. Matartími 12:00 - 12:40 og svo kennsla samkv. stundaskrá frá 12:40.
- 10. bekkurinn í vorferðalagi.
- Stjórnendur hringja í foreldra þeirra barna sem venjulega njóta stuðnings stuðningsfulltrúa allan daginn. Setjum þann fyrirvara að þeir verði að sækja barn sitt ef barnið getur ekki tekið þátt í skólastarfinu án stuðningsfulltrúa.
- Foreldrar tilkynni forföll nemenda í gegnum Mentor, síminn lokaður til kl. 12.00.

Miðvikudagur 24. maí-verkfall boðað kl. 8:00 -16:00
- Skólinn opnar kl. 8.15.
- 1.-6. bekkur: Kennsla samkvæmt stundaskrá frá 8:15 -9:35. Þá fara nemendur heim og frístundaheimili lokað.
- 8. bekkur: Kennsla kl. 8.15 -9:35.
- 7.og 9. bekkur: Kennsla frá 8:15-9:35. Nemendur geta farið heim í kaffitímanum og koma aftur í kennslu kl. 9:55 -12:00. Nemendur fara heim í matartíma 12:00-12:40 og mæta aftur í kennslu kl. 12:40 samkvæmt stundaskrá.
- 10. bekkurinn í vorferðalagi.
- Stjórnendur hringja í foreldra þeirra barna sem venjulega njóta stuðnings stuðningsfulltrúa allan daginn. Setjum þann fyrirvara að þeir verði að sækja barn sitt ef barnið getur ekki tekið þátt í skólastarfinu án stuðningsfulltrúa.
- Foreldrar tilkynni forföll nemenda í gegnum Mentor, síminn lokaður allan daginn.

Fimmtudagur 25. maí-verkfall boðað kl. 8:00-12:00
- Skólinn opnar kl. 8:15.
- 1.-6. bekkur: Kennsla samkvæmt stundaskrá frá 8:15 -9:35. Nemendur fara heim 9:35 og mæta aftur í skólann kl. 12:00. Nemendur taka hádegismat heima. Frístundaheimilið opið frá kl. 13:20 fyrir þá sem þar eru skráðir.
- 7. bekkur: Kennsla kl. 8:15 -9:35. Þá fara nemendur heim og koma aftur í mat kl. 12.00 og í kennslu kl. 12.40 samkv. stundaskrá. Þeir sem ætla að borða hádegismat heima koma í kennslustund kl. 12.40.
- 8.-9 bekkur: Kennsla frá 9:55-12:00. Matartími 12:00 - 12:40 og svo kennsla samkv. stundaskrá frá 12:40.
- 10. bekkurinn í vorferðalagi.
- Stjórnendur hringja í foreldra þeirra barna sem venjulega njóta stuðnings stuðningsfulltrúa allan daginn. Setjum þann fyrirvara að þeir verði að sækja barn sitt ef barnið getur ekki tekið þátt í skólastarfinu án stuðningsfulltrúa.
- Foreldrar tilkynni forföll nemenda í gegnum Mentor, síminn lokaður til kl. 12.00.

Sérdeildin Ösp
- Nemendum skipt upp í þrjá hópa og hver hópur mætir 1x verkfallsdagana frá kl. 8:15-9:35.
- Þriðjudag og fimmtudag mæta nemendur aftur í skólann kl. 12:00 og frístundaheimili eftir kennslu til kl. 16:15.
- Kristín Blöndal deildarstjóri verður í sambandi við foreldra nemenda upp á skipulagið í deildinni þessa daga.

Sérdeildin Björk
- Eðlilegt skólastarf alla dagana.