Verðlaunaafhending fyrir stærðfræðikeppni grunnskólanema

Í gær voru veittar viðurkenningar fyrir tíu efstu sætin í stærðfræðikeppni grunnskólanema sem haldin er árlega í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir nemendur í 8. - 10. bekk.

Alexander Logi Chernyshov Jónsson fékk viðurkenningu fyrir 2. sæti og Ingólfur Ísak Kristinsson fyrir að vera í 6. - 10. sæti. Báðir eru þeir í 9. bekk.

Njarðvíkurskóli óskar þeim til hamingju með frábæran árangur.