Vorfögnuður Njarðvíkurskóla

Frá árinu 2019
Frá árinu 2019

Vorfögnuður nemenda í Njarðvíkurskóla verður miðvikudaginn 3. júní. Nemendur mæta kl. 9:10 í heimastofur, fara síðan í skrúðgöngu og að henni lokinni taka við fjölbreyttar stöðvar þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Meðal þess sem verður í boði er:
Skrúðganga, skotboli, götukrot, þrautabraut í íþróttahúsi, sápubolti, teygjutvist, stultur, húlla hopp, sipp, snú-snú, gagabolti, hoppuboltar, kíló, sparkó, reipitog, tvíburahlaup, limbó, hlaupaleikir, stígvélakast- og spark, troðslukeppni. Svo verður árlegur leikur milli nemenda og starfsmanna í körfubolta og fótbolta, pylsuveisla og BMX bros hjólasýning.

Vorfögnuðurinn í ár verður aðeins fyrir nemendur og starfsmenn.