Vorhátíð Njarðvíkurskóla

Vorhátíð Njarðvíkurskóla
Vorhátíð Njarðvíkurskóla

Föstudaginn 3. júní var vorhátíð í Njarðvíkurskóla. Dagurinn byrjaði á skrúðgöngu og í framhaldi kepptu nemendur við starfsmenn í fótbolta og körfubolta. BMX brós voru með frábæra hjólasýningu sem nemendur voru mjög ánægðir með. Úti voru fjölbreyttar stöðvar fyrir nemendur þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Foreldrafélagið sá um að afgreiða pylsur og svala.

Í lok dags var litahlaup sem vakti mikla lukku meðal allra.

Njarðvíkurskóli þakkar öllum sem komu að hátíðinni fyrir aðstoðina og gestum fyrir komuna.