Rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson kom í heimsókn í Njarðvíkurskóla í dag, 3. október, og hitti nemendur í 4.-7. bekk á sal skólans. Ævar las upp úr nýjustu bók sinni, Skólastjórinn, ásamt því að ræða einnig aðrar bækur sem hann hefur skrifað við áhugasama nemendur.
Heimsóknin vakti mikla lukku meðal nemenda sem fengu tækifæri til að kynnast höfundinum og verkum hans nánar. Í lok heimsóknarinnar fengu nemendur að spyrja Ævar spurninga og spunnust út frá því fjörlegar og skemmtilegar umræður.
Heimsóknin var liður í að efla lestraráhuga nemenda og kynna þeim fyrir íslenskum bókmenntum.